la belle-iloise
Saint Georges sardínur í ólífuolíu
Saint Georges sardínur í ólífuolíu
Saint-Georges sardínurnar er klassísk og upprunaleg uppskrift frá la belle-iloise og ein vinsælasta vara framleiðandans.
Sardínurnar eru dósaðar með ávaxtaríkri extra virgin ólífuolíu. Þær eru einungis veiddar þegar þær eru í bestu holdum. Þær eru síðan unnar ferskar, í höndunum, innan 24 klukkustunda frá veiðum. Sardínurnar eru sér valdar, snyrtar og vandlega raðað í dósina eftir eldun. Þær eru svo huldar með extra virgin ólífuolíu til að auðga og auka bragðið af fisknum.
Við mælum með að njóta Saint Georges sardínanna á smurt ristað brauð, í salöt, með gufusoðnum kartöflum eða pasta.
Sardínur í ólífuolíu eru ríkar af omega-3, D-vítamíni, kalsíum og fosfór. Í dós varðveitast gæði þeirra í mörg ár þangað til dósin er opnuð. Sumir segja að gæði þeirra aukist með árunum, líkt og vandað vín.
Þyngd 115 gr.
Innihald: Sardínur, extra virgin ólífuolía, salt.
Geymist á köldum stað (í dósaskápnum).
Síðan 1932 hefur la belle-iloise boðið upp á dósaðan fisk með einstöku bragði, beint frá Quiberon í Frakklandi. Varan er framleidd samkvæmt ströngustu stöðlum og sameinar hágæða hráefni og fisk sem er unnin með handverkskunnáttu sem hefur varðveist frá kynslóð til kynslóðar.
