la belle-iloise

Luzienne sardínur

Luzienne sardínur

Eðlilegt verð 1.250 ISK
Eðlilegt verð Útsöluverð 1.250 ISK
Útsala Uppselt
Með VSK.

Í þessari uppskrift eru sardínurnar dósaðar með Espelette pipar og Bayonne skinku að baskneskum hætti. Þær eru frábærar einar og sér eða útbúnar sem tapas réttur.

Sardínurnar eru dósaðar með ávaxtaríkri extra virgin ólífuolíu. Þær eru einungis veiddar þegar þær eru í bestu holdum. Þær eru síðan unnar ferskar, í höndunum, innan 24 klukkustunda frá veiðum. Sardínurnar eru sér valdar, snyrtar og vandlega raðað í dósina eftir eldun. Þær eru svo huldar með extra virgin ólífuolíu til að auðga og auka bragðið af fisknum.

Sardínur í ólífuolíu eru ríkar af omega-3, D-vítamíni, kalsíum og fosfór. Í dós varðveitast gæði þeirra í mörg ár þangað til dósin er opnuð. Sumir segja að gæði þeirra aukist með árunum, líkt og vandað vín.

Þyngd 115 gr.

Innihald: Sardínur, vatn, extra virgin ólífuolía, rauð paprika, rauðvínsedik, tómatar, laukur, Bayonne skinka, salt, kartöflusterkja, hvítlaukur, oregano, Espelette pipar, krydd.

Geymist á köldum stað (í dósaskápnum).

Síðan 1932 hefur la belle-iloise boðið upp á dósaðan fisk með einstöku bragði, beint frá Quiberon í Frakklandi. Varan er framleidd samkvæmt ströngustu stöðlum og sameinar hágæða hráefni og fisk sem er unnin með handverkskunnáttu sem hefur varðveist frá kynslóð til kynslóðar.

Skoða allar upplýsingar.