la belle-iloise
Hvítur túnfiskur í ólífuolíu og grænum pipar
Hvítur túnfiskur í ólífuolíu og grænum pipar
Mjúkur og bragðmikill túnfiskur með arómatískum piparkeim. Hvort sem er borðaður beint upp úr dósinni, í sælkera salat í forrétt eða ofan á sjávarrétta pizzuna!
Áður en túnfiskurinn er dósaður er hann eldaður ferskur og svo handunninn til að tryggja gæði og að aðeins bestu hlutar hans séu notaðir. Túnfiskurinn er svo skorinn í sneiðar og loksins þakinn ávaxtaríkri extra virgin ólífuolíu sem hann dregur í sig og gerir hann enn mýkri fyrir vikið.
Þyngd 160 gr.
Innihald: Albacore túnfiskur, extra virgin ólífuolía, græn piparkorn, salt.
Geymist á köldum stað (í dósaskápnum).
Síðan 1932 hefur la belle-iloise boðið upp á dósaðan fisk með einstöku bragði, beint frá Quiberon í Frakklandi. Varan er framleidd samkvæmt ströngustu stöðlum og sameinar hágæða hráefni og fisk sem er unnin með handverkskunnáttu sem hefur varðveist frá kynslóð til kynslóðar.
