Conservas El Capricho
Ansjósur El Capricho L 18stk
Ansjósur El Capricho L 18stk
Frábærar ansjósur frá Conservas El Capricho, sem er fjölskyldufyrirtæki í bænum Santona í Kantabríu á Spáni. Þessi fallegi bær við sjóinn er meðal annars þekktur fyrir að vera staðurinn þar sem ansjósur voru fyrst verkaðar með þeim hætti sem við þekkjum í dag og varðveittar í dósum.
Þessar ansjósur eru stórar og mjög bragðgóðar. Þær eru varðveittar í jómfrúarólífuolíu og í dósinni eru um 18 flök.
Munurinn á þessum ansjósum og El Capricho L+ er að í þessum dósum eru um 18 flök og þau eru eru aðeins styttri. Þessar henta vel t.d. á ristað brauð eða forrétt. Bragðið eins.
Það er meira lagt úr umbúðunum þannig að það er mjög gaman að bera þær fram í dósinni.
Ansjósur frá El Capricho eru veiddar út frá Kantabríu. Frá því að þær eru veiddar tekur við að minnsta kosti 12-18 mánaða verkunarferli, þar sem hvert skref er unnið í höndum.
Þyngd 95 gr.
Innihald: Ansjósur, ólívuolía og salt.
Við mælum með að geyma þessar ansjósur í kæli við 5-12 gráðu hita. Eftir opnun má færa afgangs ansjósur í lokað ílát, toppa það upp með lífrænni ólífuolíu og geyma í nokkra daga. Allar líkur eru samt á að dósin klárist áður en það kemur til þess að huga að því!
Allar ansjósur frá El Capricho eru upprunavottaðar.
